sunnudagur, febrúar 22, 2009

Já, hvað haldiði...

Mín bara ákvað að setjast niður og skrifa eitthvað:)

En síðan ég kom aftur hingað til Englands eftir Íslandsferðina hefur ýmislegt verið brallað og ber þar helst að nefna vinnuna sem ég byrja í á morgun!! Það reyndist auðveldara en mig hafði nokkurn tíma dreymt um að fá vinnu og svo er bara að sjá hvernig mér líst á þetta... en helsti gallinn er auðvitað fjarlægðin frá Davids vinnu og spurning um hvar við ætlum að búa því mín vinna er í Sutton sem er í suð-austur London en hann er að vinna í Southampton. En til að byrja með vinn ég bara 3 daga í viku og bæti svo við 4. deginum fljótlega en á þessum 4 dögum skila ég samt a.m.k. 40 tímum... þannig að ég mun lesta þetta til að byrja með, tekur ekki nema 1klst og 45 mín hvora leið takk fyrir og gleðileg jól!! Það gefur mér frekar mikinn tíma til að lesa greinar á leiðinni í og úr vinnu sem og fríblöðin í London sem eru alveg vel þegin... en þar að auki kostar alveg milljón og með því að ferðast með breskum lestum! Þannig að planið er bara að sjá til hvernig þetta verður og við erum að skoða íbúðir og svona en gaurinn í vinnunni bauð mér 3 mánaða samning til að byrja með þar sem ég var eitthvað óákveðin með þetta í fyrstu vegna fjarlægðarinnar svo þá endurskoðar maður bara málið!

Annars erum við búin að nota helgarnar vel, fórum að skoða Stonehenge einn daginn og vorum svo alla helgina í down-town London þar sem við vorum svo heppin að vera með íbúð í láni! Stelpa sem við kynntumst á Nýja Sjálandi lánaði okkur íbúðina sína um helgina en hún var í burtu... mjög næs. Við erum búin að labba af okkur rassgatið auðvitað, versla pínu, fara út að borða alveg fullt og hafa það rosa notó!!

Annars læt ég bara heyra frá mér eftir þessa vinnuviku sem líkur hjá mér á þriðjudagskvöldið einhvern tíma ef allt fer eftir planinu! En þessa tvo daga er ég nú samt með 36 nýja skjólstæðinga ekki nema!

Bið að heilsa í bili, Guðný

p.s. If anyone is wondering about the lack of English take it up with the teacher!!!

Engin ummæli: