mánudagur, nóvember 10, 2008

Próf

Fyrsta prófið var í dag, hnykkingarnar! Það besta við að þetta próf sé búið er það að maður getur hætt þessum endalausu hnykkinga æfingum. Allur bekkurinn er orðinn alveg þvílíkt hypermobill, með verki um allan líkamann, höfuðverkir ofarlega á blaði og alltaf fleiri og fleiri að fá svima og læti! Svona er að vera að hnykkja endalaust, oft á dag í nokkra mánuði án þess að það sé indicated! Hálsinn á manni fær nú að jafna sig og endurheimta einhvern stöðugleika vonandi:)

Næsta próf er functional rehabilitation en það á eftir að verða eitthvað skrautlegtþar sem prófað er í að greina einhver functional task og svo kenna rétta beitingu etc í þessu, sem dæmi gæti verið kona sem getur ekki hengt upp þvottinn vegna verkja eða skrifstofumaður með "poked chin" og höfuðverki getur ekki setið í vinnunni... Einn stærsti þátturinn er að leiðrétta sem sagt stöðurnar og svo senda fólk heim með einhver cue og er þá vinsælast hjá kennaranum "up to your nose and down to your toes" og erum við þá að tala um breytingar á stöðu mjaðmagrindarinnar! Mjög fyndið allt saman og alveg fáránlegt að vera að prófa í þessu... það verður að minnsta kosti ekkert lært fyrir þetta próf!!!

Ekki nema 9 dagar eftir og þá getur maður farið að njóta sólarinnar almennilega!!!

1 ummæli:

Linda sagði...

Gangi þér vel með rest :)