sunnudagur, nóvember 02, 2008

Helgin


Þetta er búin að vera alveg þvílíkt notaleg helgi hjá okkur hér í Perth. Búið að hlaða batteríin fyrir komandi prófatörn og njóta veðurblíðunnar.

Í gærmorgun fórum við í bæinn og röltum aðeins um búðir og eitthvað. Síðan var farið að horfa á Redbull Airrace sem var hér í Perth um helgina og fór fram úr öllum væntingum!! Svo var eldaður góður matur og svona. Í dag er ég búin að vera að slappa af, taka til aðeins og ganga frá síðasta skilaverkefninu, B formunum ógurlegu, sem eru clinical reasoning form sem við þurfum að gera um skjólstæðinga okkar. Er búin að hjóla 2x uppí skóla í dag, fyrst í hádeginu með mat fyrir David og svo aftur seinni partinn til að prenta. Hjólaði líka útí búð svo þetta eru ca 30 km í dag! Svo sat ég úti í sólinni að lesa slúður í klukkutíma eða svo... mjög næs! Svona verður lífið eftir próf, hlakka mikið til:)


Á morgun tekur svo alvaran við... þ.e. æfingar fyrir verkleg próf og próflestur! Fyrsta prófið er mánudaginn eftir viku!!


Er enn að vesenast með myndir, læt vita þegar þær koma inná myndasíðuna!

Engin ummæli: