SUMAR?
Mér skilst að skv dagatalinu séu alveg 2 vikur eða eitthvað í sumarið en veðrið er búið að vera ekkert smá gott núna síðustu 2 vikurnar! Maður hjólar uppí skóla fyrir kl 8 á morgnana á hlýrabol og stuttbuxum... Alveg magnað hvað besta veðrið er alltaf um helgar hérna í Ástralíunni... maður gæti alveg þegið það heima á Íslandi!
Í gær fór ég útí garð hérna hinum megin við götuna með skólabækurnar til að næla mér í smá sól... get ekki sagt að afköstin hafi verið gríðarleg svo í dag sit ég inni og horfi á veðrið! Hjólaði uppí skóla í morgun til að æfa smá, þvílík steik úti, 32° og heitur vindur... það var erfitt að fara aftur inn! Þetta er náttúrulega hálfgerður glæpur finnst manni.... fíla mig eins og manni leið alltaf í vorprófunum heima, alltaf var gott veður í maí en svo rigning allan júní! Það góða hér er að ég get verið alveg viss um að það verður ekki rigning þegar ég klára prófin heldur bara aðeins meiri sól og aðeins meiri hiti:)
Nú eru ekki nema 2 vikur eftir af kennslu og þá verður maður búinn að læra allt sem maður kemur til með að læra í þessu mastersnámi! Magnað alveg hreint! Á morgun er ég í prófi í verknáminu, síðasta verknámsprófið... þá er bara einn dagur í viðbót í verknám, skýrsluskrif á milljón og svo er þetta búið! (þessi skýrsluskrif og tölfræði og dæmi sem fylgir er ekkert smá!) Talandi um skýrslur þá er það fyndasta að mínu mati að öll læknabréf byrja svona:
Kæri Dr. Saxi
Þakka þér innilega fyrir að hafa vísað jóni jónssyni í sjúkraþjálfun...
Á þriðjudaginn er svo próf í pain physiology og það er það sem bíður mín í dag að lesa, ekki beint í uppáhaldinu...
David er að vinna liggur við allan sólarhringinn finnst mér, í síðustu viku mættumst við hjólandi í sitt hvora áttina á morgnana og svo aftur á kvöldin... hann var á leiðinni heim úr vinnunni þegar ég var að hjóla uppí skóla og svo öfugt.
Bækurnar lesa sig víst ekki sjálfar svo best að halda áfram...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Vá ertu bara að verða búin!!!!! Ótrúlegt hvað þetta líður hratt. En verðuru ekki örugglega komin heim fyrir jól?? Okkur vantar einhvern til að skipuleggja jólahlaðborðið....!!!!!
Men ó men... ertu bara að verða búin??? Og ekki lengi að þessu.. og ef ég þekki þig rétt þá bara með annarri hendinni.... :o)
Já og jólahlaðborð, jimundur...
Knús á ykkur!
hæhæ ljúfa
Váá...tíminn líður aldeilis hratt, bara að vera búin með þetta. Til hamingju með það.
Vildi annars bara þakka fyrir kveðjuna og láta þig vita að ég er búin að vera á leiðinni að skrifa þér línur í (að mér finnst) milljón ár. Er allavega ekki búin að gleyma þér, sagðist ætla að skrifa þér línur með hv. allt gengi í Svíþjóð, við fyrsta tækifæri...og það mun standa, gefðu mér bara smá tíma í viðbót :o) Þangað til, gangi þér voða vel að læra. Knús, Ella
Takk fyrir kveðjurnar!!
Skrifa ummæli