miðvikudagur, október 22, 2008

Verknámið búið!

Þá er síðasta verknámið búið, sit hér við tölvuna með bjór við hönd í tilefni þess! Verknámið endaði á pappírsvinnu-maraþoni!! Ég endaði reyndar síðasta sjúklinginn í þessu síðasta verknámi með C1-C2 hnykk, supervisorinn var þvílíkt impressed... :)

Þetta verknám er reyndar ekki búið að vera uppá marga fiska, sjúklingaskortur eins og áður sagði og þeir sem ég hef séð hafa verið tjahh... óvenjulegir! Prófið mitt var á mánudaginn, ég mætti og sá á beiðninni eitthvað um axlarverki og svo einhver orð og skammstafanir sem ég skildi ekki skriftina. Ég hef náttúrulega ekki meðhöndlað eina einustu öxl allt þetta ár, fékk öxl í síðasta prófi og svo aftur í þessu prófi... frábært! Komst svo að því þegar sjúklingurinn mætti að orðið sem ég skildi ekki var Paraplegic og skammstafanirnar voru fyrir alls konar brot á úlnlið og kringum öxlina! Þetta er alveg lýsandi dæmi fyrir þetta verknám... Prófið fór svo sem betur en á horfðist en verður forvitnilegt að fá umsögnina um það!

Í næstu viku eru svo endalaus verkefnaskil, stór verefni í gangi og mikil vinna eftir í þeim!! Svo er presentation fyrir rannsóknirnar næsta mánudag og það á eftir að fara þvílíkur tími í að klára það...

Ég er bara farin að hlakka til að byrja í prófum... maður getur þá alla vega haft einhvern tíma til að lesa og æfa og svona!

Á laugardagskvöldið verður samt tekið smá brake frá náminu til að fara í eitthvað Perth-wander með bekknum... ætla ástralirnir að leiða okkur í allan sannleikann um Perth eða þannig... fara með okkur á staði sem maður myndi sennilega aldrei sjá sem "venjulegur" túristi, hljómar mjög svo promising! Svo er "the redbull airrace" helgina þar á eftir, verð að kíkja pínku á það líka!

Farin að læra.
Kveðja úr 35° hita hér í Perth, Guðný

3 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ dearest. Gaman að heyra að allt gengur vel down under. Hér í landi hryðjuverka reynum við að halda haus, nóg að gera hjá sjúkraþj. ennþá. en spurning hvað gerist þegar fólk fer í alvörunni að missa vinnuna allt í kring um okkur. Nú er það spurning hvort maður eigi að flýgja land svo maður þurfi ekki að borga ósómann upp eftir milljarða-bankastjórana sem hafa allir flúið land eða næstum því allir, eða bara brosa og borga. Annars eru allir hressir í Tápi, fyrsti alvöru snjórinn féll í morgun í höfuðborginni og allt mjög fallegt og hreint á yfirborðinu. Kærar kveðjur Tobba

Guðný sagði...

Gott að heyra að það er nóg að gera enn þá! Ætli það komi sér ekki vel núna (loksins) að vinna í heilbrigðisgeiranum, umönnun eða kennslu! Hérna megin erum við að reyna að ákveða hvað eigi að gera að þessu ári loknu... David vill fara til Englands en ég er ekki alveg að kaupa það:) Er að vinna í að sannfæra hann um að flytja til Nýja Sjálands!! Bið að heilsa fólkinu... hlakka til að koma í heimsókn í feb.

Spólan sagði...

Líst vel á Nýja Sjáland!!! Gaman að fylgjast með hvernig þetta gengur fyrir sig þarna úti og ég segi nú bara C1-C2 hnykkur... Váááááááááááá! Spurning um að koma í læri (eða kannski háls, hehehe) til þín!