Jólin eru komin í Perth
Hvað haldiði? Við skruppum aðeins niðrí bæ í gær og inní David Jones (svona Debenhams dæmi) var hvorki meira né minna en allt útí jóladóti!!!!!! Það var 20. september og það var ekki eins og það væri verið að taka það uppúr kössunum þann daginn... við erum að tala um jólatré í löngum röðum, jólatrésskraut, jólaskokka, jólahús, jólakort og bara bling, bling, bling!!! Ég er nú algjört jólabarn og finnst allt í lagi að byrja pínu snemma en vá, mín varð nú bara nett hneiksluð held ég...
Alla vega... á föstudaginn gerðum við dáldið sem kom mjög skemmtilega á óvart. David dró mig með í bowling með skátunum. Ég hélt auðvitað að við værum að fara í keilu... en nei nei við fórum í lawn bowling eða hvað þeir kalla þetta. Mér leist ekkert á blikuna þegar ég fattaði þetta! Þið hafið örugglega séð þetta í bíómyndum, ellilífeyrisþegar að rúlla kúlum í hálfgerðu boccia á grasvelli við kúbbhúsin sín. Þetta reyndist nú bara hinn skemmtilegasti leikur get ég sagt ykkur og ég rúllaði þessu auðvitað upp og unnum við david andstæðingana okkar 12-1! Þessar kúlur sem maður rúllar eru þannig að þær eru misþungar þannig að þær rúlla ekki beint heldur á ská og svo var auðvitað hliðarvindur líka. Ég er alveg farin að skilja af hverju gamla fólkið sækir í þetta. Þrususkemmtilegur leikur sem þarf akkúrat ekkert líkamlegt atgervi og í klúbbhúsinu er seldur ódýr bjór!
Það er nóg að gera í skólanum og allt í einu er maður að vakna upp við vondan draum (eða er hann góður?), það eru bara 5 kennsluvikur eftir í skólanum!!!!!! Eftir næstu viku er tuision free week sem fer auðvitað í lærdóm á milljón og örugglega rannsóknarvinnu og tölfærði sem er auðvitað eitt af mínum aðal áhugamálum (eða þannig). Svo eru 4 vikur í viðbót af kennslu og þá er þetta búið! Reyndar taka þá við 3 vikur af upplestrarfríi og prófum... Það góða er að við verðum farin að ferðast um Ástralíu og Nýja-Sjáland áður en ég veit af! Verknámið á Royal Perth lofar góðu held ég fyrir utan ferðatímann sem er auðvitað útí hött! Krufningin gengur líka vel, erum komin niðrá kjöt loksins... jibbí kóla!
Veðrið er búið að vera frekar leiðinlegt síðustu vikuna, skúrir og rok. En í næstu viku er spáð eitthvað um 27° hita og sól... ekki slæmt það.
Man ekki eftir neinu fleiru markverðu í bili (eins og að þetta hafi verið eitthvað markvert... anyways).
Farið varlega í rokinu heima á Íslandi... Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jól í september!! Alltaf er þetta nú að færast framar. Annars var systir mín að stinga upp á að ég ætti að fara að kaupa jólagjafirnar núna, þegar ég var að kvarta yfir að hafa ekki nóg að gera meðan ég bíð eftir barnskomunni!! Ástralía er greinilega staðurinn til að vera á!!
Hehe... já, nóg til af jóladóti hér!! Ætli Ikea fari ekki bráðum að koma með jóladót heima á Íslandi?
Skrifa ummæli