Frétta-update
Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt um sjálfa sig í þessu námi... komst t.d. að því í dag að ég er með crepitus í þindinni! Jamm... við vorum að nudda þindina í morgun:) Hvað næst spyr maður nú bara... er samt á því að ég hafi verið með betri lateral öndun eftir þetta...
Næsta vika í skólanum er "tuision free" sem þýðir að maður verður að lesa á milljón, gera alls konar verkefni og vera í verknámi. Skjólstæðingar mínir þarna á Royal Perth halda manni sveittum við lestur og undirbúning... við erum að tala um þvílíkt heavy dæmi! Farið að styttast í próf með hverri vikunni sem líður svo maður þarf að fara að spíta í lófana og gefa allt í botn.
Í félagslífinu hefur lítið gerst þessa vikuna. Kíkti aðeins í nokkrar búðir í gærkvöldi... sá t.d. jólanammi í Woolworths þannig að jólaæðið er núna að færast yfir í matvörur líka! Dúdda mía!Þessi tuision free week verður svo líka notuð í að skoða ferðalagamöguleika á netinu, þurfum að fara að bóka flug heim og til nýja sjálands og það... geggjað spennó!
David er að vinna á milljón þessa viku og næstu á s.k. Perth Royal Show sem mun vera landbúnaðarsýning sem hefur teygt sig yfir í það að vera tívolítæki, kynningarbásar (t.d. er Ikea víst með bás, sé ekki alveg hvað það hefur með landbúnað að gera) og eitthvað en svo eru líka alls konar gripakeppnir og eitthvað. Fólk hrúgast þarna alveg í löngum röðum...
That's it, Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli