Gleðilegt sumar!
Hérna suðurfrá myndu menn nú frekar segja gleðilegan Anzac day sem er á morgun, ég ætla ekki að reyna að útskýra hvað það snýst um... eitthvað með það að þennan dag fyrir x mörgum árum (í fyrri heimsstyrjöldinni) háðu Ástralir og Nýsjálendingar fyrsta alvöru bardagann sem Anzacar (þ.e. ekki hluti af breska hernum) í Tyrklandi einhvers staðar. Þeir töpuðu bardaganum og tugir þúsunda manna dóu. The naive icelander er ekki alveg að fatta þetta!! Geta þeir ekki fundið sér eitthvað á jákvæðari nótum til að halda uppá?? Hátíðarhöldin eru aðallega núna í nótt og eldsnemma í fyrramálið... fólk fjölmennir m.a. í Kings park þar sem er risa memorial um þennan bardaga. Þetta engin fylleríshátið heldur meira svona hugleiðsla, kyndlar og kerti. Held að það sé líka skotið úr einhverri hrúgu af fallbyssum í tilefni dagsins!! David er þessa stundina í einhverjum Anzac Vigil með skátunum sem byrjaði kl 7 í kvöld og stendur til kl 7 í fyrramálið! Og þá er ég búin að útskýra það!!
Það er líka hálf furðulegt að segja gleðilegt sumar þar sem veturinn er að bresta á hérna í Perth... að minnsta kosti er byrjað að kólna slatta á næturna, það rignir ca 1x í viku og það hafa ca 6 laufblöð fallið af hverju tré! Granteplin í garðinum eru löngu orðin ofþroskuð og limeið er eitthvað tæpt líka. Ég er búin að vera á fullu í því að senda smá hita heim til Íslands síðan ég kom og nú held ég bara að það hafi tekist... akkúrat þessa stundina munar ekki nema 3° á Reykjavík og Perth okkur í hag... reyndar er klukkan hálf ellefu um kvöld:)
En jæja... tilefnið með þessu bloggi var nú fyrst og fremst það að anatómíuritgerðin mín um iliotibial band friction syndrome er hvorki meira né minna en FINITO eins og maður segir... búið að ganga frá öllum tilvitnunum þökk sé EndNote forritinu og Englendingurinn búinn að lesa yfir. Heiti því hér með að líta ekki einu sinni á hana þangað til ég prenta hana út og hana nú!!
Hættið nú að hanga yfir tölvunni og farið útí góða veðrið að gefa öndunum brauð... eða eitthvað!
Knús, Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gleðilegt sumar sömuleiðis!!! Áttu ekki örugglega afrit af ritgerðinni?!! Bara svona að tékka minnug Bs ævintýrisins forðum ;) Hafið það rosalega gott þarna í vetrarríkinu, get nú ekki vorkennt ykkur þegar það er skafrenningur og hálka hérna!!! Höfum alltaf vinninginn :)
Gleðilegt sumar! ef sumar skildi kalla... var inni í dag vegna ófærðar, nennti engan veginn að dröslast í gegnum skafla og slyddu með vagninn!!! Held að þetta hafi verið sumardagurinn eini en ekki fyrsti! Allavega búið að snjóa síðan hann var:-(
Er búin að vera að fylgjast með og vildi bara kvitta og segja hæ:-)
Hafið það rosa gott í útlandinu:-)
Kveðja
Hrefna Regína
Vaeri alveg til i ad skipta a yfir 40 stiga hita og sma kaldri gjolu... eigum vid ad segja bara a slettu...
Knus af grillinu,
Olof Inga
Skrifa ummæli