Nett þreyta í gangi...
Það er búið að vera geðveikt mikið að gera síðustu vikuna... þetta er eiginlega þannig að þegar maður sest niður til að fara að lesa veit maður ekkert hvar maður á að byrja og endar á að verða ekkert úr verki... þarf aðeins að fara að taka til í hausnum á mér og skipuleggja mig betur! Verknámið er komið á fullt... það var reyndar komið á fullt strax annan daginn. Ed, supervisorinn okkar á Bentley hospital, er rosa fínn. Hann fær heiðurinn af því að sitja yfir manni í skoðun og meðferð, bauna á mann spurningum og fara svo yfir allt sem maður gerði eftir tímann. Ég hef ákeðið að líta á þetta sem mitt besta tækifæri á starfsferlinum til að fá almennilegt feedback um það sem maður er að gera og læra af því... enda til þess sem leikurinn er gerður. Get nú samt ekki sagt að ég hlakki til að fara í prófið í verknáminu... ég er fyrst og ekki nema tvær vikur í þetta... hugsum ekki um það núna! Eftir tvær vikur er ég líka með fyrirlestur í anatómíu, þarf að skila ritgerð í anatómíu, skila inn Journal Club verkefni og svona gæti ég haldið áfram. Þyrfti svooooo á nokkra daga fríi að halda núna en það gerist ekki fyrr en eftir 7 vikur. Í dag eftir skóla gerðum við nokkur tölfræðipróf, þarf að koma því að að við fengum 10 fyrir bæði tölfræðiprófin (þetta eru svona online próf) og tók ekki nema 10 mín að klára þau en maður hefur 40 mínútur alls.... skelltum okkur svo yfir á barinn on campus og fengum okkur einn öl... gott!!
David er að vinna á AFL leik núna svo það lítur allt út fyrir spennandi kvöld með bókunum hjá mér. Meira ruglið... maður ætti að vera úti í sólbaði!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
David, til hamingju með sigurinn hjá Southampton, vonandi getur þú sofið rólegur eftir að úrslitin réðust. Bestu kveðjur úr Heiðarásnum, Guðrún og Björn Vignir
DUGLEG Guðný!!! Það er akkurat læri-tími núna... og liggur við að maður sakni bara vorprófafílingsins!! En legg áherslu á orð mín "liggur við"
Væri samt alveg til í að verða eins klár og þú verður orðin þegar þú kemur heim!!
Skrifa ummæli