mánudagur, apríl 21, 2008

Allt að verða vitlaust

Þessi vika er svo kölluð tuision-free week og einhverjir gætu kannski haldið að þetta þýddi frí í skólanum! Hugsið ykkur tvisvar um... því það er brjálað að gera. Reyndar bara einn fyrirlestur í vikunni, anatómíu lab en svo erum við að byrja í verknámi á eftir, 2 eftirmiðdagar í þessari viku fara í það. Aðrir hlutir sem bíða í vikunni eru anatómíufyrirlestur og frágangur á ritgerð, rannsóknarverkefni, siðanenfdaumsóknir, styrkjaumsóknir og bara name it! Svo bíður líka tölfræðiverkefni og próf, journal club, anatómíuupprifun og svona mætti lengi telja. Næstu 5 vikurnar eiga eftir að vera nett klikkun!! Eftir þær taka svo við rúmar 2 vikur í upplestrarfrí og próf. Spennandi tímar framundan!

Prófið í síðustu viku gekk bara ágætlega. Fyrir forvitna sjúkraþjálfara þá virkaði þetta þannig að það voru 5 stöðvar á 40 mín og á hverri stöð var eitthvað "case" eins og til dæmis 48 ára skrifstofumaður með anterior verki í mjöðm sem hafa verið að aukast síðustu 3 mánuðina þegar hann hleypur. Hvaða mjúkvefja test er mest relevant og sýna það og veljið eitt functional test sem er mest relevant og sýnið. Þetta var stuð!!

Svo á ég að mæta í verknám á Bentley Hospital seinni partinn í dag... í uniformi auðvitað:) Verður spennandi að sjá hvernig þetta mun ganga fyrir sig... pappírsflóðið sem þarf að fylla út fyrir hvern skjólstæðing er ekkert smá, skoðunarblað á 4 síðum og svo clinical reasoning form A og B. Form A þarf maður að fylla út í miðri skoðuninni... þ.e. þegar maður er búinn að taka sögu etc og áður en maður byrjar á physical hluta skoðunarinnar... ég er ekki alveg að sjá fyrir mér hvernig þetta funkerar;) Er nú þekkt fyrir að vera dugleg að skrifa skýrslur hehe... tala nú ekki um dagnótur NOT! Hérna megin á hnettinum nota menn skammstafanir og alls konar skrítin tákn sem ég skil ekkert, einhverjar örvar hingað og þangað og eitthvað....

En alla vega... ætla að halda áfram með anatómíuna. Later, Guðný

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Telefone VoIP, I hope you enjoy. The address is http://telefone-voip.blogspot.com. A hug.