miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Kleppur - góðan dag

Já... velkomin á geðveikrahælið!! Í hvern andskotann er ég búin að koma mér??? Það eru 3 dagar búnir af skólanum og ég er að drukkna í lærdómi... anatómía og meiri anatómía... þá erum við að tala um ennþá meiri lærdóm en í IC! Lesa greinar og greinar og fleiri greinar, læra aðferðir og ennþá fleiri aðferðir, bókasafnstímar, rannsóknarverkefni og gæti endalaust haldið áfram að því ógleymdu að maður situr í tímum frá 8 til 2 eða 4 á daginn og þá á maður eftir að læra allt. Bæði fara yfir það sem var verið að gera þann daginn og líka undirbúa sig fyrir næsta tíma sem er daginn eftir!!

En svona fyrir utan það að það er alveg sjúklega mikið að gera og maður er ekki alveg að sjá framúr því þá er þetta ógeðslega skemmtilegt og djöfull á ég eftir að vera klár þegar ég kem heim!!!!!!

2 ummæli:

Linda sagði...

Bíðum spennt eftir námskeiði a la Eyór!!! Gangi þér rosalega vel.

Guðný sagði...

Takk kærlega fyrir... aldrei að vita hvað manni dettur í hug að gera þegar á klakann er komið:)