Vísindaferð í sveitina
Skelltum okkur í Borgarnes í gær og kíktum á nýju stofuna hennar Halldóru. Rosalega fínt allt saman hjá henni. Svo var farið og horft á Skallagrím mæta KR þar sem KR-ingar með Kollu dýrvitlausa á bekknum fóru með sigur af hólmi. Að leik loknum var haldið heim til Halldóru þar sem við höfðum það notalegt og borðuðum dýrindismat. Kynntist svo stórskemmtilegum töluvleik sem heitir Guitar Hero og fór á kostum:) Við héldum svo heim í gærkvöldi... 40m/s undir Hafnarfjallinu í kviðunum og geðveikur skafrenningur, afar áhugavert!
Í óveðrinu í dag eru björgunarsveitirnar búnar að fara í á þriðja hundruð útköll. Vona að landsmenn kaupi sem mest af flugeldum hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir lélega veðurspá annað kvöld. Skil ekki fólk sem kaupir flugelda af einhverjum jóni útí bæ svo hann verði ríkur af því... þá kaupi ég þá nú frekar dýrari vitandi það að peningarnir fara í eitthvað gáfulegt. Spurning hversu gáfulegt það er reyndar stundum... ég meina hver fer í jeppaferð uppá Langjökul í þessari veðurspá sem er búin að vera!! Spurning hvort björgunarsveitirnar sendu einhvern hjálparsveitakall uppá fjöll til að láta bjarga sér til að fá smá publicity svo á besta tíma!
Jæja... ætla að fara að gera eitthvað gáfulegra en að hanga í tölvunni.
Góða skemmtun annað kvöld
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli