föstudagur, desember 28, 2007

Allt að gerast!

Frá og með deginum í dag er ég formlega orðin atvinnulaus:) Síðasti dagurinn í vinnunni var í gær, á bara eftir smá tölvuvinnu og frágang. Þetta er svona bitter sweet tilfinning... en þegar það er -13° úti þá hugsar maður bara um 44° hitann sem var í Perth í gær, bikiní og strendur:) Við erum búin að vera að skoða íbúðir núna í jólafríinu, maður vonar bara það besta, við fáum einhverja íbúð, spurning bara hvort við fáum íbúð með húsgögnum eða ekki... það væri pínu bömmer að þurfa að kaupa sér húsgögn! Annars þarf ég svo að ganga frá alls konar pappírum og dóti áður en ég fer og svo er bara að pakka niður. Það er farið að styttast í brottför!

Annars erum við búin að hafa það voða gott um jólin, borða yfir sig og svona!! Í gær fórum við á Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu sem var mjög gaman. Erum svo að fara í vísindaferð í Borgarnes á morgun til Halldóru.

Engin ummæli: