Kvart og kvein!!
Best að byrja á að vara fólk við að þetta er kvartbogg!!
Kvart #1
Pósturinn: Þeir eru búnir að týna jólapökkunum okkar!! Fengum tilkynningu um að reynt hefði verið að afhenda pakka um helgina. Fórum svo í dag útá pósthús að sækja það en þeir finnast ekki. Það væri kannski hugsanlega skiljanlegt ef þetta væri fyrsta skiptið sem eitthvað svona kemur fyrir en ó nei... fyrir ca 2 árum fékk David ábyrgðarsendingu frá Tævan og þurfti að leysa hana sérstaklega útúr tollinum og eitthvað... ég fór í það og ekkert mál og þeir ætluðu svo bara að keyra þetta heim við fyrsta tækifæri. Ekkert gerist og svo þegar ég fór að kanna þetta nánar þá bara fannst sendingin hvergi og fyrst fengum við nú þau svör að einhver jón jónson útí bæ hefði kvittað fyrir þessu í einhverju allt öðru húsi en svo allt í einu drógu þeir það nú til baka en sem sagt þá höfðu þeir ekki hugmynd um hvað varð af þessu og þessi sending barst aldrei til okkar!!! Þegar maður hringdi til að kanna þetta fékk maður bara einhver leiðindi frá starfsfólkinu... svo auglýsa þeir villt og galið að pósturinn færi manni jólin og eitthvað!!! ÉG vil fá jólapakkana mína... ef þeir finnast ekki fyrir jól þá eiga þeir sko eftir að fá að heyra það...
Kvart #2
Iceland express: Skítapakk!! Týndu farangrinum hans Bigga í gær með öllum jólapökkunum og jólamatnum, íslensku jólanammi, jóladúk og læti!! Og þeim er svo drullu sama að það hálfa væri nóg, benda bara á eitthvað fyrirtæki á kastrup sem svo segir að allt kerfið sé bilað og ekkert hægt að gera. Mér finnst nú bara að iceland express eigi að þjónusta sína viðskiptavini sjálfir! Þvílík þjónusta eða hittó!! Þá mæli ég nú frekar með icelandair... þeir eru hvort eð er oft ódýrari!
Nenni ekki að kvarta meira í bili... En svona vesen er ekki til þess að koma manni í jólaskapið sko heldur verður maður bara mega pirraður!!! Leiðinlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hvurslags er þetta - ekki nóg með að Trölli steli jólunum heldur eru Pósturinn og Express komin í lið með honum!!!
Glatað.
Hehe... já segi það með þér:) Var alveg í nettum ofur-pirringi í gær! En pósturinn er búinn að finna pakkann... taskan er hins vegar enn þá týnd með hamborgarhryggnum og skötunni!!
Taska með skötu í finnst alveg örugglega fljótt og örugglega!!
Annars minnti þessa saga um póstinn mig á jólavertíðina eitt árið þegar landsmenn fengu jólapakkana og rjúpurnar einhverntíman í janúar þegar var loks búið að greiða úr pakkaflækjunni - gaman að því.
Hehe... já góður punktur með töskuna:)
Skrifa ummæli