Heja Sverge
Þá er ég komin heim frá Svíþjóð eftir mjög góða ferð!! Við mútta lögðum af stað útá flugvöll fyrir allar aldir á fimmtudagsmorguninn og vorum komnar til Gautaborgar uppúr 7 um kvöldið. Í millitíðinni röltum við aðeins um miðborg Stokkhóms. Ferðalagið sjálft gekk allt mjög vel fyrir sig og það beið okkar rosa sætur strákur á brautarpallinum... reyndar 2!! Í Gautaborg nutum við þess svo bara að vera í fríi... rölt í bæinn og kíkt í búðir, borðaður góður matur og chillað á kvöldin. Fórum svo í Liseberg á sunnudeginum og þar komst maður í þvílíkt jólaskap enda mikið skreytt og jólalegt þar!! Ferðin var sem sagt í alla staði frábær og við fengum þvílíkt góðar móttökur. Fleiri myndir eru svo á leiðinni í myndaalbúmið.
Dántán Stockholm
Við systkinin að chilla
Allir eitthvað voða jolly á leið í búðarölt
Í Liseberg
Engin ummæli:
Skrifa ummæli