þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Komið haust

Allt í einu eru bara allir skólar byrjaðir, umferðin á morgnana orðin óþolandi, orðið dimmt kl 9 á kvöldin og næturfrost eru byrjuð að eyðileggja öll berin sem ég á eftir að týna:)

Ég kom heim frá Englandi í lok síðustu viku eftir mánaðarfrí sem var algjör snilld. Skátamótið var náttúrulega klárlega snilld eins og við var að búast. Það er ótrúlega sérstakt að á einum sólarhring rís 45þús manna samfélag þar sem íbúarnir koma frá 159 löndum og búa allir í tjöldum. Þarna er samankomið fólk úr öllum menningarheimum, öllum trúarbrögðum og öllum litarháttum án þess að nokkur einustu vandamál komi upp! Nágrannar okkar á mótinu komu t.d. að mynda frá Taiwan, Japan, Tanzaniu, Belgíu og Hong Kong. Svo kynntumst við auðvitað fólki frá fjölmörgum öðrum löndum. Maður kemur heim af svona samkomu svo ótrúlega miklu ríkari en þegar maður fór! Pælið í því að fyrir 100 árum datt einum manni í hug að það væri sniðugt að stofna samtök þar sem fólk hittist á jafnréttisgrundvelli úti í náttúrunni og leisti ýmis verkefni. Hann lagði af stað með 20 enska stráka úr öllum stigum þjóðfélagsins og fór í fyrstu skátaútileguna þar sem þeir lærðu að umgangast náttúruna og fleira. Þessi maður hafði alveg ótrúlega framtíðarsýn þar sem hann sá fyrir sér alheimssamtök sem stuðluðu að friði í heiminum. Í dag eru meira en 20 milljón skátar starfandi í 159 löndum og yfir 300 milljónir manna í heiminum hafa einhvern tíma tekið þátt í skátastarfi... það er ótrúlegt hvað einn maður getur gert!

Jæja... nóg um það! Eftir skátamótið fórum við David til Spánar í viku sem var alveg geggjað. Maður var orðinn nokkuð langþreyttur eftir skátamótið enda var ræs alla daga kl. 5.50 í síðasta lagi og aldrei farið að sofa fyrr en eftir miðnætti! Við vorum á Salou á Spáni og eini tilgangur þessarar ferðar var að liggja í leti og slappa af í góða veðrinu... reyndar fórum við svo í dagsferð til Barcelona enda ekki hægt að vera á þessum slóðum án þess að heimsækja borgina sem var frábært.

Biggi og co fluttu til Svíþjóðar á meðan ég var úti... gengur vel hjá þeim og Gunnar Björn byrjaður í skólanum og svoleiðis. Ég ætla að skella mér í heimsókn fljótlega, alla vega áður en ég fer til Ástralíu sem er by the way komið nokkurn veginn 100% á hreint, alla vega búin að ná þessu enskuprófi svo núna þurfum við bara að fara að sækja um dvalarleyfi og borga staðfestingargjaldið (sem er feit summa) og panta flugmiðana:)

Jæja, hætt þessu bulli
Guðný

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott þú ert farin að blogga aftur!!
ánægð með þig!1
Til hamingju með skólann!!
Annars sjáumst við í kvöld..