þriðjudagur, júlí 17, 2007

Allt að gerast

Það er búið að vera svo gott veður í sumar að það nennir ekki nokkur maður að hanga í tövlunni svo það er lítið um blogg...

En síðan síðast er ég búin að fara í fullt af útilegum, skella mér á skátamót á Úlfljótsvatn, vera í sólbaði, fara í skírn, fara á fullt af skátafundum, fara í TOEFL próf og fullt fleira sem ég man ekki núna en þetta er búið að vera algjört snilldarsumar hingað til. Um næstu helgi eru áform um að ganga á Heklu og svo fer ég á miðvikudaginn til Englands og kem ekki heim fyrr en eftir heilan mánuð:) Í Englandi ætla ég að fara á Alheimsmót skáta sem verður mega stuð og allir sem eru ekki að fara eru að missa af alveg svaka dæmi og ýkt óheppnir!! Svo ætlum við David að skella okkur kannski eitthvað í sólina en það á alveg eftir að koma í ljós.

Geri ekki ráð fyrir neinum bloggum fyrr en eftir sumarfrí nema inná Jamboree-síðunni okkar í Lundey en slóðin á hana er www.blog.central.is/lundey en þar verða settar inn fréttir af skátamótinu:)

Hafið það gott í sumar, knús Guðný

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já geggjað veður!!
hvenær ferðu út?? eigum við ekki að reyna að skella á hitti áður en þú ferð???

Guðný sagði...

Jú, endilega!!! Ég fer á miðvikudaginn, væri til í að hittast hvenær sem er þaðngað til, verð heima um helgina... verð í bandi á morgun