Fimmvörðuhálsinn
Ég, Helga mágkona og Ásgeir pabbi hennar skelltum okkur fimmvörðuhálsinn um helgina. Við lögðum af stað eftir vinnu á föstudaginn og vorum í umferðarteppu fram yfir Hvolsvöll... rugl! Við lögðum af stað frá Skógum kl 9 í fínasta veðri og löbbuðum og löbbuðum. Hafði ekki farið fimmvörðuhálsinn áður en þetta er flott leið og alls ekki erfið. Stoppuðum aðeins í Baldvinsskála og borðuðum en þar var þoka og skítakuldi! Við vorum svo komin niðrí Bása kl 04 og þar var enn djammfílingur á liðinu, sungið og spilað! Sváfum í svona 4 tíma. Á laugardeginum löbbuðum við aðeins um Bása, sóluðum okkur og grilluðum, klifruðum uppí Snorraríki enda soddan massar við Helga:) Við keyrðum svo á Úlfljótsvatn á laugardagskvöldinu og vorum þar í fellihýsinu með múttu og pabba, borðuðum meiri grillmat og veiddum og eitthvað. Sóluðum okkur í góða veðrinu á sunnudaginn. Snilldarhelgi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli