Hún átti afmæl'í síðustu viku
Hún átti afmæl'í síðustu viku
Hún átti afmæl'ún Guðný
Hún átti afmæl'í síðustu viku!!!!
Jamm... í fysta skipti á ævinni fannst mér ég allt í einu vera orðin ótrúlega gömul... það er eitthvað svo mikill munur á að vera 27 eða 28! Mér finnst ég bara vera 25 og er maður ekki bara eins gamall og manni finnst maður vera... ætla alla vega að telja mér trú um það! Ég eyddi afmælisdeginum mest megnis í hangs í vinnunni sökum skróps!! Gaman að því.... eða þannig. En svo kom ég heim og át og át kökur og brauðrétti... yummy! Ég fékk fullt af flottum pökkum, Duffle Bag frá North face, nokkra boli, ógeðslega sexy hjólabuxur með rassapúða, dvd myndir o.fl.
Þann 1. júní hélt ég svo uppá reykingabann á skemmtistöðum og veitingastöðum með því að fara í bæinn. Ég og Eva Mjöll frænka kíktum á Vegamót og borðuðum, vorum bara rólegar, enduðum svo heima hjá henni að glápa á stelpumyndir á dvd:) En vá hvað mér finnst þetta reykingabann mikil snilld. Ég er sannfærð um að fólk sem reykir bara þegar það er í glasi hætti bara alveg að reykja af því að það nennir ekki út! (kannski ég er bara svona ótrúlega naive)
Um næstu helgi er svo ganga á Eyjafjallajökul... er farin að kvíða fyrir, ekki alveg í besta forminu og að drepast í mjöðminni. Þetta verður skrautlegt en ég er sannfærð að maður fari þetta á þrjóskunni (og kannski voltareni;)). Wish me luck!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Innilega til hamingju með daginn um daginn. Eyjafjallajökull.... ummm hljómar vel. Gangi þér vel. Hei já þá þarf ég að koma til þín P-mate ;)
hahahaha... var búin að gleyma honum, spurning hvort ég tek það mað eða hvað, heyri í þér;)
Til lukku með daginn - um daginn!!
Já fj... skróp!! Skammist ykkar skróparar!! Sérstaklega ef þið skrópið á afmælisdegi.
Hvenær er svo næsta hitt???
Góða ferð á jökulinn!!
Skrifa ummæli