þriðjudagur, janúar 02, 2007

Gleðilegt ár 2007

Þá eru þessir helstu hátíðisdagar búnir og rútínan fer að taka við... það er svo sem ágætt í sjálfu sér en ég væri sko alveg til í að vera í lengra fríi! Er búin að hafa það þvílíkt gott.

Jólin byrjuðu eiginlega 22.des þegar við fórum í fimmtugsafmæli til Ágústar frænda, fengum æðislegan mat á Caruso, borðsöng frá Bjarna Ara og svo var haldið heim til þeirra í áframhaldandi fjör. Veit ekki hvað kom yfir fjölskylduna mína þetta kvöld en það voru allir vel hressir, David var bílstjórinn okkar þetta kvöld, held að hann sé enn þá að jafna sig! Kvöldið alla vega endaði á Oliver hjá okkur frændsystkinunum. Þorlákur var heldur þunnur, ég skreytti jólatréð og var í miklu "stuði" sem var samt allt í lagi, fékk bara smá brunasár! Pakkaði líka inn, hlustaði á jólakveðjur og eitthvað.
Á aðfangadagskvöld vorum við hjá mömmu og pabba ásamt Bigga og co. Hamborgarhryggur og tilheyrandi að sjálfsögðu á borðum þar. Gunnar Björn var að deyja úr spenningi og var ekki í rónni fyrr en hann var búinn að opna pakkann með myndavélasíma, þá var honum alveg sama um alla hina pakkana! Á jóladag var hið hefðbundna jólaboð í pabba fjölskyldu. Svo vorum við bara í rólegheitum, sofið út, horft á tv, borðað, sofið meira, borðað meira etc. Vann einn dag milli jóla og nýárs en var annars bara í fríi;)
Á gamlárskvöld vorum við heima, borðuðum þvílíkt gott innbakað naut, fórum á Fylkisbrennuna að venju, horfðum á áramótaksaupið og fórum svo út að skjóta... ég er ekki frá því að þetta flugeldaæði sé að eldast af mér, mér fannst þetta eiginlega vera óþarflega mikill hávaði þetta árið! (man bara þá tíma þegar við Inga Odda dunduðum okkur við að búa til sprengjur inní bílskúr). Um 2 leitið komu frændsystkinin og við sátum og spiluðum Pictionary eitthvað frameftir. Mjög þægilegt...

David flaug út í dag og byrjar að kenna á morgun, tómlegt í húsinu núna!!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár!!!