Sunnudagskvöld...
Mér finnst alltaf vera föstudagar og sunnudagar! Mjög gott þegar það er föstudagur en ekki svo gott þegar það er komið sunnudagskvöld. Það góða við þetta er að vikan er svo fljót að líða að það verður kominn næstu föstudagur áður en ég veit af.
Annars fór ég aðeins í Kringluna í gær til að kaupa eina afmælisgjöf, ég get svo svarið það að hálft ísland var í Kringlunni. Hefur fólk ekkert að gera eða hvað er eiginlega málið? Það er leiðinlegast í heimi að vera í búðum þegar það er svona mikið fólk, sem betur fer þá þarf á mjög sjaldan að fara inní verslunamiðstöðvar um helgar!!! En jæja, ég fór svo í gær í 5 ára afmæli hjá Aroni Kristni frænda mínum uppá Skaga.
Í dag er ég búin að vera að glápa á tölvuskjáinn í allan dag en ekki búin að skrifa eina einustu skýrslu, bara nenni því ómögulega. Hvernig getur heill dagur liðið án þess að maður geri neitt? Nennti ekki út, rok og rigning þar, nennti ekki að gera myndaalbúmið sem ég er að gera fyrir tælandsmyndir og er búin að vera að dunda við í heilt ár og ekki hálfnuð með, nennti ekki skýrslum, nennti ekki að lesa bækur fyrir vinnu, nennti ekki að elda, nennti ekki neinu nema borða nammi og drekka kók, hanga í tölvunni og glápa á imbann! Hvar endar þetta????
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
allt betra en að það sé alltaf mánudagur!!
Æ já, það er voða þægilegt að geta gert ekki neitt svona af og til án þess að vera með neitt samviskubit yfir því að maður ætti að vera að læra eða eitthvað þannig!!!
Annars er ég ánægð hvað vikan er fljót að líða, alveg að koma helgi!!
Skrifa ummæli