Ég var að horfa á tónleika í sjónvarpinu og jólakveðjukonan var kynnir... mér fannst bara eins og það væri komin þorláksmessa enda algjörlega ómissandi að heyra nokkrar jólakveðjur til að komast í fílinginn. Fyndið að tengja andlit við röddina. Veit ekki hvað ég geri á jólunum þegar hún hættir.
2 ummæli:
Hey ég var einmitt að horfa á tónleikanan líka, skrítið að sjá "röddina" í eigin persónu. Mér finnst einhvernvegin að hún sé hætt að lesa jólakveðjurnar, finnst endilega að ég hafi verið að svekkjast á því í fyrra að hún væri hætt! En flottir tónleikar annars, Eivör er svakaleg!!
Já, þessir tónleikar voru æði! Bömmer að hún sé hætt... það er eitthvað við þessa rödd!!
Skrifa ummæli