Rockstar Supernova
Öll þjóðin stendur á öndinni og atvinnulífið er algjörlega lamað á miðvikudögum vegna þátttöku Magna. Það er auðvitað frábært hjá honum að vera kominn alla leið í úrslitaþáttinn. Mér fannst þetta nú hálf hallærislegt allt þegar þættirnir voru að byrja... einhver sveitaballasöngari kominn í raunveruleikaþátt í ameríku! Maður vonaðist til að hann myndi ekki detta út strax í fyrsta þættinum en svo þegar fór að líða á þættina þá bara komst maður að því að Magni er bara þrusugóður söngvari! Í þessari viku skellti ég mér m.a. til Nýja-Sjálands til að kjósa hann;) Hins vegar finnst mér Supernova ekki beint spennandi hljómsveit, gamlir kallar sem ætla að lifa á fornri frægð... sá eini sem ég vissi hver var fyrir þættina var Tommy kallinn og get ekki sagt að það hafi verið af góðu, útbrunninn rokkari og fyllibytta sem lamdi konuna sína í klessu!! Og þessi lög sem ég hef heyrt eftir þá félagana lofa nú ekki góðu finnst mér... þannig að ef það verður hægt að kjósa í næstu viku þá mun ég kjósa einhvern sem mér finnst leiðinlegur alveg villt og galið, líklega bara Lúkas...
En jæja... miklu meira en nóg um þetta... ætlaði samt að segja betur frá bílakaupunum þar sem einhver var að spyrja mig útí þetta. Renault Megane var sem sagt seldur (fyrir kúk og kanil) og ég keypti bláan bíl sem er VW Polo '06... agalega flottur, hrikalega ánægð með hann enn sem komið er a.m.k. og ef einvher skellir hurð utaní 'ann þá á sá hinn sami sko ekki von á góðu!! Lagðist meira að segja svo lágt á öðrum degi að leggja viljandi í 2 stæði sökum paranoiu...
Að lokum langar mig að minnast á hrossaflugur... er einhver hrossaflugufaraldur í gangi?? Núna er ég með fatlaða hrossaflugu í loftinu eftir misheppnaða tilraun mína til að drepa hana með púðanum úr sófanum (dýraverndunarsinnar mega gjarnan koma hérna heim til mín og bjarga þeim aftur út í frelsið og allt það en ég sko nenni því ekki, hata flugur og er bara fegin ef ég get kálað einni eða tveim og er nokkuð viss um að vistkerfið muni ekki hljóta skaða af!!).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til lukku með nýja bílinn!!!!
Takk skvíz
Skrifa ummæli