mánudagur, september 25, 2006

Kvefuð, þreytt og lít út eins og hamstur.... langar í vinnu sem er með veikindadaga!!! Þýðir svo sem ekkert að kvarta yfir því, hef það betra en margir aðrir!!

Pabbi átti afmæli í gær og það var auðvitað "veisla" eða alla vega fullt af góðum mat og kökur... sem sagt ég í S-inu mínu!

Annars ætlaði ég að segja Sævari liverpoolaðdáanda smá sögu: Var nefnilega að fatta að ég hef hitt og spjallað við Peter Crouch. Hitti hann einhvern tíma í Southampton með David og þeir kannast eitthvað við hvern annan. Ég hins vegar hafði ekki grænan guðmund hver þetta var, tók bara eftir því hvað líkamsstaðan hans er hræðileg! Stórmerkileg saga ekki satt ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brjálaður!!!Hefur hitt Pistol Pete!!!!!Þarft að egja mér alla sólarsöguna af þessu við tækifæri-elska Peter Crouch-jarðbundinn náungi þótt langur sé og í réttu liði-hefur einmitt bæði spilað fyrir Liverpool og Southampton!!!SNILLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLD-Kv Gímmörður

Guðný sagði...

Hehe... já þekki fræga fólkið!

Guðný sagði...

Mætti kannski bæta því við af því þú minntist á jarðbundnu týpuna þá held ég að hann sé mun jarðbundnari en margir íslenskir fótboltamenn sem ég hef hitt í gegnum vinnuna, þeir eru að deyja úr hroka og halda að þeir séu æðislega frægir! Crouch virtist ekki vera sú týpa, var bara að spássera í mollinu með spúsunni og gæti ekki verið venjulegri!! Mjög viðkunnarlegur náungi þótt ég þekki hann akkúrat ekki neitt!