þriðjudagur, júlí 25, 2006

Á morgun...

...fer ég til Sviss!!! Það verður alls ekki leiðinlegt. Skv. áreiðanlegum heimildum er "boiling hot" þarna úti og bikiníið komið á útbúnaðarlista ásamt gönguskónum.

Á reyndar eftir að gera hundrað hluti áður ég fer kl. 7.20 í fyrramálið, þarf að fara uppí vinnu og ganga frá skýrslum og reikingum og svo á eftir að pakka niður og hitt og þetta (fötin eru í þvottavélinni núna, guðný alltaf góð að skipuleggja!). Planið þarna úti er að labba útum allt, skoða nokkrar borgir og svo bara slaka á og hafa það gott! Ætla svo að kíkja við hjá Bolla frænda í Þýskalandi á leiðinni heim.

3 ummæli:

Guðný sagði...

Hæ hæ, ég er komin heim og er þvílíkt til í hitting!!!

Guðný sagði...

Hún er á leiðinni.... nóg að segja frá!!!

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það eiginlega, ertu flutt til Sviss eða hvað.
Blogga blogga blogga kona :o)