HM búið :(
Já, nú þarf maður ekki að stressa sig á þessu meir, er búin að vera nokkuð dugleg að fylgjast með eftir að 16 liða úrslitin byrjuðu enda er þessa bara snilld. Mín lið duttu nú út nokkuð snemma, var alveg að vona að englandingarnir myndu taka þetta! En Ítalirnir fengu búningaverðlaunin hjá mér (eða puma öllu heldur). Verð að segja um Ronaldo hvað sem hver segir að þá er nú samt bara gaman að horfa á hann spila fótbolta!! Svo get ég bara ekki skilið hvað Zidane var að pæla í síðasta leiknum, síðasti landsleikurinn á ferlinum endaði á rauðu, mér er eiginlega alveg sama hvað Materazzi sagði við hann, bara skil þetta ekki! Svo horfði ég á Fylkir-ÍBV um daginn og það var eins og að horfa á æfingu hjá 5. flokki eða lélegan stelpubolta (no offence!!)
Alla vega... ætla ekki að babbla meira um þetta... Er að plana útlandaferð og þess vegna byrjaði heilsuátak Guðnýjar í dag!! Það felst í því að allt nammi, kökur og gos eru á bannlista, nema á laugardögum. Hreyfing er eitthvað sem ég þarf að fara að taka upp og reglulegar fjallgöngur ef ég ætla að komast uppí 4000 metrana í Sviss. Bara rúmar 2 vikur þangað til ég kemst í langþráð sumarfrí ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég skal segja ykkur það-gamlan á faraldsfæti enda buin að vera dugleg að klífa fjöll eins og Grábrók og Hverfjall...
Gamla buin að setja stefnuna á höfuðstöðvar Toblerone í Sviss þar sem hefur verið brjáluð að fá ekki hvíta tobleroneið sitt.
Gott framtak hjá þér Guðný, Gímaldið er í þessum töluðu orðum að bryðja Elitesse súkkulaði (eins og gamla prins polo) og dreypa á ísköldu kóki þar sem úti er grenjandi rigning, rok og 7° hiti
ummm... mig langar í kók og prins!! En það er bannað þangað til á laugardaginn :(
Skrifa ummæli