mánudagur, júlí 17, 2006
Helgin var snilld. Fór í fimmtugsafmæli á föstudaginn sem átti bara að vera svona 6-9 dæmi en endaði á að ég fór heim um 4. Við frændsystkinin vorum að spila trivial og pictonary, allgjör snilld, skemmti mér alla vega konunglega! Þurfti svo að vakna fyrir allar aldir til að redda dóti fyrir gæsunina og hafa mig til en Helga mágkona mín var sem sé gæsuð á laugardaginn í góða veðrinu og dagskráin var eininlega öll úti en það var rosa gaman. Fórum m.a. í adrenalíngarðinn sem var hrikalega skemmtilegt... ætla ekki að gefa upp neitt meira í bili en dagurinn var mjög vel heppnaður! Sunnudagurinn var svo rólegur. Svo er bara brjálað að gera í vinnunni þessa dagana enda er ég að fara í frí í næstu viku þannig að ég er að redda öllu núna áður en ég fer. Um næstu helgi er útilega með bekknum sem verður án efa mjööög skemmtileg... hlakka mikið til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ takk fyrir síðast. Fínn adrenalíngarður en veðrið var crazy. Hlakka til að fara í útileguna. Ertu búin að pæla í þessu með að hjóla?
Sömuleiðis, þetta var rosa gaman en vá hvað það rigndi mikið!!! Spurning hvað við eigum að gera í sambandi við hjóladæmið... er að vinna til hálf 3, gæti verið með allt klárt til að leggja af stað þá. Pælum í því!
Skrifa ummæli