mánudagur, mars 20, 2006

Enn og aftur veik...

Ég var send heim úr vinnunni í morgun sökum svima og yfirliða. Ávað að skella mér í heimsókn til læknis. Læknirinn var með mér í árbæjarskóla, finnst það alltaf jafn fyndið þegar fólk á mínum aldrei er orðið læknar, veit ekki af hverju þar sem það er hellingur af læknum í kringum mig, t.d. hálfur bekkurinn úr MR. En alla vega líður mér miklu betur og mæti pottþétt í vinnuna á morgun. Ætla að nota restina af deginum í dag til að skrifa skýrslur og ýmislegt sem hefur setið á hakanum. Svo ætla ég að elda karríkjúllan besta í heimi og hafa það gott í kvöld.

Annars var ég að pæla í því þegar ég sat inni hjá lækninum hvað ég vorkenni þeim að þurfa að strauja allar þessar skyrtur;) ég þarf þó bara að ákveða í hvaða jogginggalla ég ætla að vera þann daginn!

3 ummæli:

Krilla sagði...

Hvað er þetta eiginlega með þig. Kvefið endalausa. Láttu þér nú batna.

Guðný sagði...

Takk, takk! Skemmtið ykkur vel í Svíþjóðinni...

Thorgerdur sagði...

Láttu þér batna!

doctor's orders ;)
kv.
Þorgerður... soon to beeeeee