föstudagur, janúar 20, 2006

Snjór

Vá hvað ég elska svona veður... fullt af snjó, spólandi bílar, rúðuskarferí á morgnana, opið í bláfjöllum... skilst að það sé allt búið að vera troðið á slysó frá því að það opnaði því íslendingar eru hættir að kunna að skíða. En alla vega... elska svona veður, vona að snjórinn haldist alveg út febrúar!

Líf mitt er svo einstaklega stórbrotið að ég hef bara ekki gert neitt spennó síðan um jólin, maður mætir í vinnuna af gömlum vana, elska samt vinnuna mína... tjahh alla vega á meðan fólk mætir og ég þarf ekki að vera að pæla í einhverjum sköttum og aðstöðugjöldum og drasli. Svo dröllast maður í ræktina og svoleiðis. Þegar maður kemur heim er orkan búin og ég leggst í dvala þar til morguninn eftir... Það tekur ansi mikla orku að hitta kannski 17 manns á dag og hlusta á allt þetta neikvæða sem fólk hefur að segja en á móti kemur að maður kynnist rosalega mörgu fólki og það er til svo ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki í þessum heimi, maður er bara svo óheppinn að kynnast fæstum þeirra um ævina.

Annars eru öll ferðaplön mín komin í rúst, í Nepal eru menn að ráðast á hvorn annan með byssum og í Tyrklandi má maður ekki leika sér með dauðan kjúkling...

2 ummæli:

Krilla sagði...

Hver leikur sér með dauðan kjúkling? Fór í Bláfjöll í vikunni, æðislegt færi og allt æði.

Guðný sagði...

Tjahh, mér skilst að tyrknesk börn leiki sér með haus af dauðum kjúkling og dóu þess vegna úr fuglaflensunni;) En Bláfjöll hljóma vel, verð að komast eitthvað á skíði í vetur!!!! Svo er það Akureyri 10.feb...