Gleðilegt ár allir saman!!
Vonandi höfðuð þið að rosalega gott yfir hátíðirnar. Ég er í það minnsta búin að vera í þvílíkri leti, borða og sofa til skiptis. Fór í nokkur fjölskylduboð og svoleiðs og á gamlárskvöld var svo haldið í partý. Skelli inn myndum fljótlega.
Svo maður líti nú aðeins til baka þá var árið 2005 alveg ótrúlega merkilegt og það verður erftitt að toppa það... í stuttu máli þá eru þetta highlight ársins:
Ferðalög og meiri ferðalög: fór 2x til Englands á árinu, 1x til Ameríku, nánar tiltekið til Knoxville og svo til Tælands í magnaða ferð sem erfitt verður að toppa, það sem við sáum og gerðum þar var alveg órúlegt! Svo ferðaðist ég líka helling um Ísland, fór meðal annars í Skaftafell, Snæfellsnesið, veiði í Borgarfirðinum og landsmót skáta á Úlfljótsvatni og svo 2 eða 3 vinnuhelgar á Úlfljótsvatn fyrir og eftir mótið. Svo var gönguhópurinn öflugur í sumar og við fórum á fjöll í hverri viku í allt sumar í öllum veðrum!
Skóli: Útskrifaðist úr háskólanum í júní og fæ því núna að titla mig sem sjúkraþjálfara í símaskránni;)
Vinna: Réð mig í fyrstu "fullorðinsvinnuna" mína. Hætti að vinna í Visa og á Reykjalundi í lok maí (með miklum trega og sakna beggja staða mikið) og byrjaði að vinna uppí Táp i byrjun júlí. Tók svo líka að mér fótbolta- og handboltaleiki svona on the side;)
Man ekki eftir fleiru í augnablikinu en það verður erfitt að toppa þetta ár.
2006 lofar þó góðu, nú þegar er verið að leggja drög að ferð til Nepal með Ólöfu sem er alveg þvílíkt spennandi og ferð á Hvannadalshnjúk í maí. Svo er ómögulegt að segja hvað maður gerir í haust en geri sem sagt ráð fyrir að hætta að vinna í Táp þegar skvísurnar komar úr barneignarfríunum sínum og aldrei að vita nema maður barasta flytji til útlanda en það á nú allt eftir að koma í ljós!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli