laugardagur, nóvember 12, 2005

Síðan áðan er ég búin að fara í pottinn, algjör snilld, hann var ógeðslega heitur og það er alveg hrikalega kalt úti en stjörnur og norðurljós og alles og alveg logn!!

Annars gerðist dáldið fyndið í dag, ég var að labba út úr vinnunni með töluvna og möppur og alls konar drasl í höndunum, tók 2 skref útá bílastæðið og flaug svo á hausinn, ég sko fór bara á flug og endaði á rassinum á miðju hjólastólastæðinu. Gaurinn sem var að laga skiltið fyrir utan húsið var svona um það bil að pissa á sig af hlátri! Dótið sem ég hélt á flaug útum allt! Ég var skemmtilega rassblaut og held bara svei mér þá að ég sé tognuð í adductorunum! Gaman að þessu...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já gamla-víða er pottur brotinn og vöðvi rifinn...Vond er hálkan og brenndi ég mig á henni í gær-rann á meidda fæti og flaug aftur fyrir mig og skall í götunni svo að í glumdi. Óska þér góðs bata og velfarnaðar í lífinu-kv Gímaldið

Guðný sagði...

Ég mæti galvösk á piparsveininn á morgun og aldrei að vita nema það verði teiti í árbænum á föstudaginn.... dóran mætir með gítarinn!!!