föstudagur, nóvember 18, 2005

Í dag er ég búin að heyra slatta af jólalögum í útvarpinu... kannski dáldið snemmt en mér fannst það nú samt bara skemmtilegt að hafa þetta svona aðeins í bland, jólin verða komin áður en maður veit af!

Annars er vikan búin að vera fljót að líða, villibráðarhlaðborðið um síðustu helgi var snilld, ekkert smá gaman að smakka allt þetta furðulega dót, t.d. kom lundinn sterkur inn og hjörturinn var æði, fer þó ekkert ofan af því að rjúpur eru ógeð!! Svo smakkaði ég kengúru, dúfu, svartfugl, fasana og alls konar skemmtilegt!!

Kíkti í piparsveinsboð til Birnu og þar var Kristín Sif yngri (og eldri reyndar líka), orðin ekkert smá stór, farin að tala og labba og alles... ótrúlegt hvað þessi börn eru orðin stór! Í síðustu viku kíktum við svo á Karen Völu sem er alveg hrikalega mikið krútt.

Þessi helgi fer væntanlega í þrif og endalaus þrif, er að spá í að taka smá jólahreingerningu... af illri nauðsyn!

Engin ummæli: