þriðjudagur, september 13, 2005

Helgin var snilld... bekkjarfélagar mínir eru náttúrulega bara snillingar þannig að það var ekki við öðru að búast, það var mikið hlaupið á laugardaginn og svo var mikið drukkið og dansað um kvöldið... fékk líka nett áfall þegar strákarnir sem við vorum að tala við niðrí bæ sögðust vera fæddir '87! Vaknaði á sunnudaginn eins og ég hefði lent undir jarðýtu og með massivan whiplash í þokkabót.... var að drepast allan daginn í gær þangað til ég drullaðist í ræktina í fyrsta skipti síðan í apríl. Það var svo spennandi þáttur í sjónvarpinu að ég bara gleymdi mér á brettinu og endaði á því að vera tvo og hálfan tíma í ræktinni... dæmigert ég að ætla að taka þetta með trompi. EN best að fara að druslast til að vinna pínu;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brjálaður-missti af öllu djamminu-týndi öllum í bænum eftir svona 15 sekúndur meðan ég rabbaði við einn kunningja-ráfaði um alla nóttina í leit að einhverjum á á Thaidjammi en fann ekki. Síminn batteríslaus og tjónið endalaust og óbætanlegt.Endaði með að ég lagði mig í 30 mín á stéttinni fyrir utan flugvöllinn og tjekkaði mig inn með hoppi í fyrstu vél og svaf þannig ekkert þann sólarhringinn. Var neitað um gistingu á 3 gistiheimilium sem ég fór á vegna þess að ég kom of seint!!! Þannig að ég missti af ratleik,keilu,og djamminu og var sársvekktur.En eins og konan sagði..svona gerast kaupin á eyrinni...gengur bara betur næst:). Gaman var að hitta alla-vona að þetta verði endurtekið
.Kv. Gímsi

Guðný sagði...

Hahahahahahaaa... svona er það að vera að taka einhverja "kunningja" fram fyrir okkur!! Við verðum að endurtaka leikinn við fyrsta tækifæri;)