fimmtudagur, júlí 14, 2005

Setti inn nokkrar myndir, aðallega til að staðfesta dugnaðinn hjá gönguhópnum Horrenglunum!!! Erum búnar að fara alla miðvikudaga síðan við komum frá Tælandi, búnar að fara á Helgafell, Keili og Esjuna... (Bi og Kri hvernig væri að skella sér með okkur??)

Annars ekkert að frétta... mikið að gera í "fullorðins"vinnunni minni og svo er landsmót skáta í næstu viku og ég er að sjálfsögðu búin að láta plata mig í að sjá um eitthvað þar... þrauta- og metaland nánar tiltekið (fyrir þá sem hafa ekki verið í skátunum (óheppin þið) þá snýst þetta eins og nafnið gefur til kynna um að setja met og leysa þrautir eins og t.d. keppni í kassaklifri, troða eins mörgum og hægt er inní bíl og alls konar).

Svo erum við Ólöf að fara á klifurnámskeið... víhí

2 ummæli:

Krilla sagði...

Já hvernig væri það nú. Ég veit aldrei af þessum gönguferðum fyrir enn alltof seint eða aldrei og þá er maður sko búin að plana eitthvað annað. Maður er nú svo upptekin vinnandi manneskja sko. Já en það væri gaman að skella sér með ykkur

Guðný sagði...

Já, endilega. Við förum alla miðvikudaga eftir vinnu!!