miðvikudagur, október 20, 2004

Hið ljúfa líf...

Þessi vika er búin að vera svakalega þægileg, enginn skóli, engin próf, ekkert verknám. Ég er bara að vinna í BS verkefninu sem er um grindarlos hjá ófrískum konum, við erum á fullu að útbúa umsókn til Vísindasiðanefndar, semja spurningalista og svoleiðis og svo auðvitað að lesa greinar... og fleiri greinar!

Svo var ég að fá að vita í dag að ég fer á Reykjalund í verknám, byrja á mánudaginn og verð alveg til jóla, vúhú:)


Engin ummæli: