laugardagur, október 16, 2004

Ég er búin í prófum - ligga ligga lái:)

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að ég muni aldrei aftur taka eitt einasta próf í Háskóla Íslands!! Þetta er ekkert smá skemmtileg tilhugsun, ég get til dæmis bara gleymt nemendanúmerinu mínu því ég á aldrei aftur eftir að þurfa að skrifa það neins staðar!

Einhver hefði kannski geta haldið að síðasta prófinu á ferlinum yrði fagnað með ærlegu djammi en það verður að fá að bíða, ég fór beint úr prófinu í vinnuna og er að vinna til kl.8 í fyrramálið og svo á ég að mæta aftur kl. 12 á morgun. Það er árshátíð Visa í kvöld og maður fórnar sér fyrir heildina... aðal gallinn við þetta er sá að eftir að það var reynt að brjótast inn hjá mér þá er ég frekar paranoid og má ekki heyra minnsta hljóð þá held ég að það sé verið að brjótast inn og eitthvað... Það er alla vegana alveg ljóst að ég ætla aldrei aftur að sofa með opinn glugga.

Næsta vika fer í undirbúinig fyrir BS verkefnið og það er sko nóg að gera, við þurfum að sækja um leyfi hjá vísindasiðanefnd og persónuvernd og það er hellingur sem þarf að gera til að fá það í gegn. Eftir viku byrjum við svo í verknámi sem er alveg til jóla.

Svo er David að koma í næstu viku... með allan innkaupalistann frá mér:)

1 ummæli:

Sibba sagði...

Ég er viss um að það verða nokkur ár þar til maður gleymir þessu blessaða prófnúmeri!!! Svona rétt eins og lykilorðinu í tölvuverið (",)