mánudagur, október 04, 2004

Dagurinn í dag byrjaði á því að ég gekk á baðherbergishurðina og er öll bólgin og marin á handleggnum!! Þetta var bara byrjunin því í hádeginu þegar ég ætlaði að fara að prenta út vinnuvistfræðiverkefni sem átti að skila fann ég það hvergi á minnislyklinum og þurfði þjóta heim til að ná í þetta. Þegar ég kom heim fattaði ég að ég var lyklalaus!!! Hlutirnir héldu áfram að ganga á afturfótunum... ég þakka bara fyrir að hafa komist í heilu lagi á milli staða!!

Annars hefur lítið verið að gerast nema þessi endalausu verkefnaskil, fyrirlestrar og ritgerðir... þetta er sem betur fer allt að taka enda í þessari viku og þá getur maður sest niður og farið að lesa... ekki seinna vænna því fyrsta prófið er eftir viku!

Svo átti Gunnar Björn besti frændi afmæli á fimmtudaginn síðasta og það var voða skemmtileg afmælisveisla hjá honum og svo í gær var hann með krakka-hoppukastala-afmæli hér í garðinum og svaka stuð og læti!


Engin ummæli: