Vikan hefur farið í verkefnavinnu og ég geri passlega ráð fyrir að næsta vika verði eins. Er búin að gera ritgerð um áhrif Tai Chi æfinga á jafnvægi aldraðra og núna er ég að gera ritgerð um tognanir á hamstrings hjá knattspyrnumönnum sem er reyndar mjög áhugavert! Í næstu viku erum við svo að fara að gera vinnuvistfræðiverkefni þar sem við förum á einhvern vinnustað og tökum út vinnuaðstöðuna og skilum svo einhverri svaka skýrslu.
Pabbi átti afmæli í gær og ég hámaði í mig brauð og kökur og sötraði rauðvín og bjór með, voða næs. Ég ákvað að fara ekki á Þjálfaárshátíðina (þjálfaárshátíð er svona n.k. óformleg árshátíð, farið í óvissuferð og mikið af áfengi er innbirgt) þar sem ég er enn þá hálf slöpp eitthvað eftir þessi blessuðu veikindi mín. Ég fór nú samt í vísindaferð í Sjúkraþjálfun Íslands í gær og við skoðuðum húsakynnin hátt og lágt, svaka flott og vel tekið á móti okkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli