þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Verslunarmannahelgin er yfirstaðin og ég hafði það voða gott á Akureyri, við vorum í raðhúsi sem var svona passlega langt frá miðbænum. Það var nóg um að vera en ég var nú bara nokkuð róleg, labbaði niðrí bæ á föstudagskvöldið um miðnættið svona til að kíkja á mannlífið og bærinn var fullur af fólki og mér fannst nú ástandið vera bara ansi gott. Á laugardaginn var keyrt um Eyjafjörðinn og farið í sund og svoleiðis og um kvöldið stóð til að skella sér í Sjallan en það varð nú ekkert af því, sátum bara heima með öl og röltum svo aðeins niðrí bæ. Ástandið á fólkinu í bænum og útlit bæjarins hafði tekið dramatískum breytingum frá kvöldinu áður! Á sunnudaginn keyrðum við til Siglufjarðar og kíktum á síldarmynjasafnið sem ég verð nú bara að segja að var mjög skemmtilegt og Siglfirðingar eiga bara hrós skilið fyrir hvað þetta er flott allt saman. Við kíktum líka í heimsókn til ættingja og héldum svo aftur yfir Lágheiðina. Það var alveg hellingur af fólki þarna og skondið að sjá hverning það var tjaldað í nálægum görðum og varla 5 cm á milli tjalda. Við lögðum svo af stað í bæinn um hádegið í gær.

Engin ummæli: