
Ég er á fullu í að skipuleggja veturinn!! Það er eiginlega of mikið skipulag í gangi. Ég ætla að vera að vinna í Visa aðra hverja helgi (get bara ekki slitið mig frá þessum elskum) og svo verð ég líka að kenna í heilsurækt Reykjalundar tvo tíma á viku í sundleikfimi og almennri leikfimi. Svo er ég líka aðeins farin að spá í þetta blessaða BS verkefni... það er svo margt sem kemur til greina að ég bara get ekki ákveðið mig. Svo datt mér í hug hvort ég ætti kannski að vera úti í Englandi að skrifa:) kemur allt í ljós. Ég fer út á laugardaginn næsta í viku, við erum svona að spá í að athuga hvort það verður eitthvað spennandi last minute offer í gangi í sólina...

Engin ummæli:
Skrifa ummæli