Ég mætti í skólann galvösk á mánudagsmorguninn klukkan átta bara til að komast að því að ég á að vera með fyrirlestur í sálfræði á föstudaginn!! Ég er farin að sjá fram á tvær langar nætur því kaflinn er 40 síður og fullur af alls konar hugtökum og drasli sem er alveg einstaklega óspennandi, þetta Freud dót til dæmis sem er mesta bull sem ég hef á ævi minni heyrt! Svo þarf ég að búa til power-point show líka og ég veit ekki hvað og hvað. Ég sem ætlaði að njóta þess að hanga uppí sófa og horfa á Ólympíuleikana! Reyndar verð ég nú að segja það að mér finnst umfjöllunin um Ólympíuleikana hérna heima vera alveg hræðilega léleg og íþróttafréttamennirnar engan veginn að standa sig. Þetta var allt annað á BBC og það var sýnt frá alls konar skemmtilegum íþróttum sem eru aldrei sýndar hérna heima og svoleiðis.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli