Ég kom heim frá Englandi í gærkvöldi eftir þvílíkt góða ferð. Þetta var mjög góð blanda af því að liggja í leti, skoða sig um og kíkja í búðir. Ég veit ekki hvað það er með mig og feitt fólk í flugvélum en ég lenti AFTUR við hliðina á svakalega feitum kalli sem tók sko alveg eitt og hálft sæti!! En í þetta skiptið kom flugfreyjan og bauð mér að færa mig svo ég hafði heila sætaröð fyrir mig og nóg pláss:) Kem örugglega með nánari ferðasögu og myndir fljótlega. Í dag er ég í vinnunni og svo byrjar skólinn strax á morgun sem mér finnst reyndar bara vera alveg ágætt, síðasta árið að byrja og mig langar að drífa þetta af!
p.s. Ég horfði á flugeldasýninguna á menningarnótt út um gluggan á flugvélinni þegar við vorum svona um það bil að lenda. Mjög cool!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli