Jæja, loksins sest ég og skrifa eitthvað. Það er búið að vera svakalega mikið að gera hjá mér upp á síðkastið! Þrír vinir hans David frá Tékklandi voru hjá okkur í nokkra daga og við náttúrulega fórum með þau á þessa týpísku staði, þau eru nú að ferðast um landið en þau verða í heilan mánuð á Íslandi! Bolastússið heldur líka áfram og það endalaust eitthvað um að vera í sambandi við það, redda hinum og þessum bolum o.s.frv. Svo er ég líka að reyna að finna upp á einhverju skemmtilegu BS verkefni til að gera næsta vetur. Það styttist í að David flytji aftur út og það er alls konar vesen í kringum það, tala við Eimskip og svona...
Myndaalbúmið mitt er í einhverju tómu rugli og ég hef ekki nennt að reyna að finna út úr þessu enn þá en það kemur að því, það eru samt einhverjar myndir sem hægt er að kíkja á:)
Annars er ég á leiðinni í afmælispartý til Sonju sem er 25 ára í dag, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SONJA
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli