mánudagur, júlí 19, 2004

Helgin var svakalega fín,  ég fór á Hárið á föstudagskvöldið og það var mjög gaman, ég skemmti mér alla vega mjög vel og mér fannst sýningin ekkert síðri en fyrir 10 árum, vantaði bara Ingvar Sigurðs og six packið:)  Á laugardaginn var svo MR- reunion, það eru víst 5 ár liðin síðan við útskrifðumst og það var mjög gaman að hitta alla sem ég hafði ekki séð síðan á útskriftinni!  Veðrið spillti heldur ekki fyrir svo það var hægt að liggja í leti í sólinni og hafa það gott.  
 
Íbúðin er orðin hálftóm því við fórum með allt dótið hans David niðrí Eimskip í dag, en ég fæ alla vegana nóg skápapláss fyrir fötin mín svo maður horfi nú á björtu hliðarnar...
 
 

Engin ummæli: