Ég gerðist svo fræg í gær að labba að Glym eftir vinnu með Reykjalundargenginu og verð að viðurkenna að þetta var í fyrsta skipti sem ég barði þennan 198m og þar með hæsta foss landsins augum. Þetta var bara mjög skemmtileg ganga, bjóst við að þetta yrði verra þar sem ég hef nú barasta akkúart ekkert hreyft mig í langan tíma heldur legið heima í sætindunum en ég komst nú alla leið og þetta var alls ekkert erfitt. Göngufróðir menn segja að þessi ganga sé eitthvað á þriðju bomsu:)
Mamma, pabbi, Biggi og co eru öll úti á Krít, ég keyrði þau út á völl kl 6 á mánudagsmorguninn (það þarf greinilega ekki annað en að þau fari úr landi til að sólin fari að skína...)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli