Öll próf eru búin og ég er byrjuð í verknámi á Grensás. Það er mjög fínt að vera þar, þetta hefur farið rólega af stað sem er mjög fínt því maður er hálf ruglaður svona fyrstu dagana meðan maður er að komast inní hlutina. Ég er komin með tvo sjúklinga og fæ þann þriðja eftir páska og svo líka sundleikfimihóp.
Svo var ég líka að ráða mig í vinnu á Reykjalundi í sumar. Býst við að verða samt eitthvað uppí Visa líka um helgar og kannski einhver kvöld en það kemur bara í ljós.
Á morgun er svo vísindaferð á Hrafnistu og svo er Kolla Vala að halda upp á þrítugsafmælið sitt. Á laugardaginn er ég svo að vinna og partý um kvöldið þannig að það verður nóg að gera um helgina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli