Það er komið sumar:) Ég er búin að vera að reyna að plana sumarfrí síðustu daga, við vorum að spá í að skella okkur til Benidorm í lok maí en það er ekki alveg komið á hreint, þetta er eini tíminn sem ég fæ eitthvað sumarfrí en David þarf að taka sitt frí í júlí sem er einmitt sá tími sem ég get alls ekki verið í fríi... típískt!
Ég fór í Bláa lónið á sumardaginn fyrsta og svei mér þá ef ég varð ekki bara pínu brún, jæja eða rauð!!
Verknámið er komið á fullt, nóg að gera og svo er klínik í næstu viku sem er svona nokkurs konar verklegt próf og ég þarf að undirbúa mig helling fyrir það, ætli morgundagurinn fari ekki allur í lestur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli