Árshátíðin okkar í sjúkraþjálfun var í gær og var rosalega vel heppnuð. Við byrjuðum í partýi hjá Ólöfu og héldum svo í Turninn í Hafnarfirði þar sem herlegheitin fórum fram. Hápunktur kvöldsins klikkaði reynar en það var skemmtiatriðið okkar á 3. ári sem var ekkert smá flott og búið að leggja mikla vinnu í en þegar kom að því að sýna það þá klikkaði tölvan og ekkert varð úr sýningu á þessu stórkostlega atriðið en hafið ekki áhyggjur, við munum sýna atriðið niðrí skóla við fyrsta tækifæri... Kennararnir voru með Idol atriði og hún Inga okkar kom, sá og sigraði þar! Svo var fín hljómsveit og mikið dansað fram á rauða nótt... sem sagt með eindæmum vel heppnað. Aldrei að vita nema maður skelli inn nokkrum myndum fljótlega.
Ég er búin að skoða alla sólarlandabæklingana afturábak og áfram en er ekki að sjá fram á að komast neitt til útlanda í sumar sem er algjör bömmer, en maður getur látið sig dreyma...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli