sunnudagur, september 07, 2003

Ég er bara búin að vera lasin :( fór samt í vinnuna í dag sem var frekar skondið því ég var spurð oftar en einu sinni af viðskiptavinum hvað ég væri að gera í vinnunni svona kvefuð!! Ég var reyndar mjög fegin að komast heim í bælið. Helgin hjá mér er sem sagt bara búin að vera mjög óspennandi...

Til hamingju Íslendingar með jafnteflið gegn Þjóðverjum... við áttum náttlega að vinna þetta!

Nú þarf maður að fara að læra á fullu enda prófin eftir rétt rúman mánuð (og skólinn er nýbyrjaður!!)

Svo má ekki gleyma því að Biggi brós og Helga fengu íbúðin sína afhenta 1. sept og nú er allt á fullu þar... skipta um gólfefni, skápa, skrapa glugga, mála etc. en svo fara þau vonandi að flytja sem fyrst og getiði hvað það þýðir...... jább, ég flyt í kjallarann:) JIBBÍÍÍÍÍ Ég er búin að liggja í Ikea bæklingnum síðan hann kom inn um lúguna (ég var sko búin að saga úr fyrir honum) og skipuleggja kjallarann. Svo er ég búin að taka hillurnar frá ömmu og afa og pússa þær allar upp og lakka, voða flott! Nóg að gera sem sagt.

Engin ummæli: