miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ég lét plata mig í bíó í fyrradag á myndina Bruce Almighty og hún kom bara skemmtilega á óvart þannig að ég mæli með henni... Ég kom út með verki í­ maganum og kinnunum af hlátri.

Nú svo var ég sko aldeilis að eyða monningum í­ gær, keypti mér þessa lí­ka fí­nu tölvu og prentara þannig að núna á ég sko flottustu tölvuna í­ bænum!! DVD spilari, geislaskrifari og alles, þráðlaus mús og allt voða fí­nt og flott.

Í dag var svo 'officially' síðasti dagurinn minn í vinnunni með vísaskvísunum, ótrúlegt hvað þessi blezzuðu sumur eru alltaf fljót að líða!! Reyndar hef ég nú ekki sagt alveg skilið við þessar elskur uppi í vinnu þar sem ég verð nú fastagestur þar í­ vetur lí­ka...

Engin ummæli: